• Gjaldgengir þátttakendur
    Allir nemendur og allt starfsfólk framhaldsskólanna geta tekið þátt í Hjólum í skólann svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til að koma sér til og frá skóla þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta, nýta almenningssamgöngur o.s.frv.
  • Þátttökudagar
    Hjólum í skólann stendur frá 9. – 22. september að báðum dögum meðtöldum.
    Hver þátttakandi má því að hámarki skrá tíu daga.
  • Hvað má ekki skrá?
    Meginmarkmið með „Hjólum í skólann“ er að hafa áhrif á ferðavenjur framhaldsskólanema og starfsfólks. Þó svo að eftirfarandi leiðir séu frábærar til hreyfingar í daglegu lífi samræmast þær ekki meginmarkmiði verkefnisins. Því má ekki skrá:
    • heilsubótarhreyfingu í hádeginu, göngu eða hjólreiðatúr
    • ef farið er út að hjóla eftir að heim er komið úr skóla
  • Útreikningar á þátttökudögum
    Þátttökudagar hvers framhaldsskóla eru reiknaðir út frá heildarfjölda nemenda og starfsfólks og út frá heildar fjölda þátttökudaga sem skólinn hefur náð.

    Þátttökudagar = heildarfjöldi þátttökudaga sem skólinn hefur náð / heildarfjölda nemenda og starfsfólks við skólann.
  • Hvaða samgöngumáta má nýta?
    Leyfilegt er að nýta allan virkan ferðamáta í Hjólum í skólann:
    • Hjólreiðar (líka rafmagnsreiðhjól þar sem þarf að stíga með)
    • Ganga
    • Hlaup
    • Línuskautar, hjólabretti
    • Almenningssamgöngur
    • Annað sem felur í sér virkan ferðamáta
  • Hvað má skrá?
    Þátttakendur mega skrá eftirfarandi ferðir:
    • í og úr skóla
  • Keppnin
    Framhaldsskólunum er skipt niður í þrjá flokka eftir heildarfjölda nemenda og starfsfólks. Í hverjum flokki er keppt um flestta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildarfjölda nemenda og starfsfólks. Flokkarnir eru eftirfarandi:
    • 0 - 399 nemendur og starfsfólk
    • 400 - 999 nemendur og starfsfólk
    • 1000 o.fl. nemendur og starfsfólk
  • Fjöldi nemenda og starfsfólks
    Þegar framhaldsskóli er skráður til leiks skal skrá inn heildarfjölda nemenda og starfsfólks við skólann óháð því hvað margir taka þátt í verkefninu.

    Ath. hver skóli fyrir sig þarf að meta hvaða nemendfjölda hann notar þegar heildarfjöldinn er skráður. T.d. má draga frá hópa sem eiga erfitt með að taka þátt eins og nemendur í fjarnámi og kvöldskóla.